Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II)[HTML] Hrd. 2003:2685 nr. 83/2003 (Samkeppnismál - Hf. Eimskipafélag Íslands)[HTML] Eimskipafélag Íslands krafðist ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Samskip hf. teldist aðili að stjórnsýslumáli sem Samkeppnisstofnun í kjölfar ábendingar Samskipa, en í því var Eimskipafélagið rannsakað fyrir samkeppnisbrot. Hvorki í samkeppnislögum né stjórnsýslulögum var skilgreint hver skilyrðin væru til þess að vera aðili máls samkvæmt þeim lögum.
Litið var til þess að lögskýringargögn gáfu til kynna að aðildarhugtak í stjórnsýslumálum bæri að skýra rúmt þannig að það ætti ekki einvörðungu við um þá sem ættu beina aðild að málum heldur einnig aðila er hefðu óbeinna hagsmuni að gæta. Að mati Hæstaréttar mátti ráða af erindi Samskipa að fyrirtækið hefði mikilvæga og sérstaka hagsmuni að gæta af úrslitum málsins. Var kröfunni um ógildingu úrskurðarins því synjað.Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML] Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.
Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.
Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.
Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.
Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.
Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.