Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. nr. 379/2008 dags. 19. mars 2009 (Lindargata 33)[HTML]Synjað var um skaðabætur vegna leigu á öðru húsnæði á meðan endurbætur færu fram á þeim grundvelli að saknæm háttsemi gagnaðilans var ekki sönnuð, þrátt fyrir að fallist hafði verið á skaðabætur vegna beins tjóns.
Hrd. nr. 495/2017 dags. 20. september 2018 (Hagaflöt 20)[HTML]Fasteign var keypt á 71 milljón króna. Kaupandi taldi hana verulega gallaða og aflaði sér matsgerðar um þá. Samkvæmt henni námu gallarnir alls 3,2 milljónum (4,5% af kaupverðinu). Kaupandi bar fyrir sig að seljandi hefði bakað sér sök vegna vanrækslu upplýsingaskyldu sinnar.
Hæstiréttur féllst ekki á hina meintu vanrækslu upplýsingarskyldunnar og taldi að gallarnir væru ekki nógu miklar til að heimila riftun án hinnar meintu sakar. Hins vegar féllst hann á skaðabótakröfu kaupandans upp á 1,1 milljón króna.