Merkimiði - Hrd. 1980:1415 nr. 23/1978 (Litlu hjónin - Kjallaraíbúð)
Hjón ætluðu að selja íbúð sína. Nágranni þeirra fær veður af ætlan þeirra og sannfærði þau um að selja honum íbúðina á 1,3 milljónir og að hann sem nágranni þeirra ætti forkaupsrétt. Eiginleg útborgun var engin þar sem hann greiddi með víxlum og skuldabréfi.
Talið að nágrannanum hefði átt að vera ljós aðstöðumunur er sneri að því að hjónin voru bæði með lága greindarvísitölu. Fallist var á ógildingu samningsins.