Merkimiði - Breytingarlög nr. 132/2011 á vatnalögum, nr. 15/1923
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML][PDF] Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.