Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.Hrd. nr. 198/2011 dags. 13. október 2011 (Ástarsýki)[HTML] G var ákærður fyrir manndráp með því að veitast að A á heimili hans og stinga hann endurtekið með hníf. G hafði orðið ástfanginn af D, en hún var í óskráðri sambúð með A á þeim tíma. G játaði sakargiftir fyrir dómi en taldi sig skorta geðrænt sakhæfi þar sem hann hefði verið haldinn ástarsýki. Fyrir lá í málinu að G hefði skipulagt verknaðinn í þaula fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og þar að auki reynt að aftra því að upp um hann kæmist.