Merkimiði - Hrd. 1997:1253 nr. 452/1996 (Skoteldar - Skotvopnareglugerð)
Hinir ákærðu voru sakaðir um óvarlega meðferð og ólöglega geymslu á skoteldum með því að hafa geymt töluverðan fjölda þeirra án tilskilins leyfis. Í lögunum var ekki að finna ákvæði um að það væri leyfisskylt að fara með og geyma skotelda. Þá kom ekki fram í lögunum hvernig bæri að geyma skotelda og virtist slíkt eiga undir mat lögreglustjóra og eldvarnaryfirvalda. Reglugerð sem sett var með stoð í lögunum innihélt engin önnur ákvæði um þetta.
Hinir ákærðu voru sýknaðir þar sem refsiheimild skorti á þeim grundvelli að ekki væri nóg að lögin kvæðu á um varúðarskyldu án nánari lýsingar á inntaki hennar.