E gerði kauptilboð í eina af þeim íbúðum sem byggingarfélag var að reisa, og var það svo samþykkt. Í samningnum var bætt við orðalaginu „Allar greiðslur samkvæmt kaupsamningi þessum eru vísitölutryggðar og hækka í samræmi við breytingar á byggingavísitölu og miðast við grunnvísitölu 285,6.“ og einnig var þar að finna ákvæði um að uppgjör vegna vísitöluhækkunar færi fram við útgáfu afsals. Varð þetta til þess að kaupverðið hækkaði um 666 þúsund krónur strax við undirritun.
Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess að vísitalan hafi strax við samningsgerð verið 14 mánaða gömul. Þá var litið til stöðu samningsaðila og að ákvæðið hafi ekki verið kynnt kaupanda með fullnægjandi hætti. Téðu ákvæði var vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.