Merkimiði - Hrd. 1984:554 nr. 99/1982 (Klakastykkið)
Bifreiðaeigandi varð fyrir tjóni þegar bifreið hans varð fyrir tjóni utan veitingastaðinn Ask. Klakadröngull hafði fallið af húsinu við hliðina. Samkomulag hafði verið milli Asks og fasteignareiganda hússins við hliðina á um að annast fasteignina í fjarveru hins síðarnefnda.
Fasteignaeigandinn var látinn bera bótaábyrgð vegna vanrækslu á grundvelli vinnuveitandaábyrgðar.