Merkimiði - Hrd. 2003:1576 nr. 497/2002 (Björgunarsveitarmaður - Fall af þaki)
Björgunarsveitarmaður var að festa þakplötur í óveðri. Hann varð fyrir líkamstjóni og krafði húseigandann um bætur á grundvelli reglna um óbeðinn erindisrekstur. Hæstiréttur taldi skilyrðin um óbeðinn erindisrekstur ekki eiga við í málinu.