Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 390/2008 dags. 12. febrúar 2009 (Golfkúla)

GÓ krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu GG þar sem hinn síðarnefndi sló golfkúlu sem lenti í hægra auga GÓ. Hæstiréttur féllst á þær forsendur héraðsdóms um viðhorf um vægara sakarmat við golfiðkun og um íþrótta almennt, en féllst þó ekki á að þau leiddu til þess að sök legðist ekki á GG. Litið var til þess að GÓ hefði verið staddur nánast beint í skotlínu GG og að GÓ hlyti að hafa séð GG þegar hann sló í kúluna. Ekki var fallist á að sjónarmið GG um áhættutöku leiddu til þess að hann væri ekki gerður bótaábyrgur fyrir tjóni GÓ. Var því GG talinn bera fébótaábyrgð á tjóninu. GÓ var látinn bera helming tjónsins þar sem hann hafði ekki uppfyllt nægilega aðgæslukröfur sem honum hafi verið gerðar.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.