Merkimiði - Hrd. 350/2012 dags. 19. desember 2012 (Gangaslagur í MR)
Tjónþoli fékk bætur eftir að hafa hálsbrotnað í gangaslag sem var algengur innan þess skóla, þrátt fyrir að skólinn hafi gert einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir háttsemina. Hins vegar þurfti tjónþolinn að bera hluta tjónsins sjálfur vegna meðábyrgðar hans.
Skortur var á mati sem sýndi læknisfræðilega þörf fyrir breytingu á húsnæði.