Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2002:4098 nr. 530/2002 (Betri Pizzur ehf. gegn Papa John ́s International Inc.)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 2002:4098 nr. 530/2002 (Betri Pizzur ehf. gegn Papa John ́s International Inc.)“.

Ekki var fallist á að ákvæði í sérleyfissamningi um að tiltekinn breskur gerðardómur færi með lögsögu ágreinings um tiltekin atriði samningsins fæli í sér skerðingu á aðgengi að dómstólum. Var því haldið fram að hinn mikli kostnaður er fælist í meðferð mála við þann dómstól jafnaði til afsals á aðgengi að óhlutdrægum og óvilhöllum dómstóli til lausnar ágreiningsins.

Dómstólar nefndu að stefnanda málsins, Betri Pizzur ehf., hefði mátt gera sér grein fyrir kostnaðarlegum afleiðingum gerðardómsmeðferðar ef á reyndi og ósannað að hinn stefndi hefði átt að veita stefnanda sérstakar upplýsingar um þetta. Ástæðan fyrir því að stefnandinn hafi fallist á gerðardómsmeðferð var ekki talin hafa verið vegna lakari samningsstöðu hans. Þá var ekki fallist á málsástæður um svik, óheiðarleika né ósanngirni í tengslum við samningsgerðina né síðar. Var því málinu vísað frá dómi.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.