Merkimiði - Hrd. 1948:1 nr. 138/1946 (Akranesbrenna)
J ætlaði að brenna byggingu með hlutum í, og sækja vátryggingabætur. Bauð J vini sínum, B, að vera með og gaf J út tryggingarvíxil til B í bílnum sínum. Þegar J neitaði svo að afhenda B umsaminn hlut lagði B fram kæru á hendur J til saksóknara fyrir fjársvik. Hæstiréttur taldi að þar sem löggerningarnir voru þáttur í glæpsamlegum athöfnum þeirra beggja hafði ekki stofnast efnislegur réttur þeirra á milli.