Samkvæmt fjárskiptasamningi fékk K fasteign í sinn hlut gegn því að greiða M tiltekna fjárhæð og hafði greitt M hluta þeirrar upphæðar. Óvíst var í hvað peningarnir fóru.
Síðan tóku þau saman aftur og hófu að búa aftur saman. Skabos féll þá niður.
Síðar var aftur óskað um skilnað að borði og sæng og var þá spurning hvort fjárskiptasamningurinn sem lá þá fyrir áður myndi þá gilda. Dómstólar töldu að hann hefði fallið úr gildi.
M vildi meina að ef K vildi halda íbúðinni þyrfti hún að greiða honum 17 milljónir. K krafðist lækkunar á upphæðinni niður í 13 milljónir og dómstólar samþykktu það.