Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði)

SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.

Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-65/2017 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)