Veiðimaður var ákærður fyrir að hafa skotið þrjú hreindýr án þess að vera í fylgd veiðieftirlitsmanns og án þess að hafa verið með leyfi til að skjóta eitt þeirra. Í sértækri reglugerðarheimild var ráðherra falið að setja nánari reglur um ýmis atriði, þar á meðal um framkvæmd veiðanna og um veiðieftirlitsmenn.
Ein af málsvörnum hins ákærða var að ekki hefði verið næg stoð til þess að skylda fylgd veiðieftirlitsmanna samkvæmt þessu. Hæstiréttur tók ekki undir þá málsástæðu þar sem reglugerðin hafi í eðlilegu samhengi tekið upp þráðinn þar sem lögin enduðu og þetta væri ekki komið harðar niður á veiðimönnum en málefnalegar ástæður stóðu til. Var veiðimaðurinn því sakfelldur.