Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 591/2011 dags. 31. maí 2012 (Ærumeiðingar í DV)

Ný lög um fjölmiðla tóku við af eldri lögum um prentrétt, er færðu refsi- og fébótaábyrgð á efni rita frá höfundi þess, hafi hann verið nafngreindur, yfir á nafngreinda viðmælendur séu ummælin höfð rétt eftir þeim og með samþykki þeirra. Í máli þessu höfðu verið birt ummæli eftir nafngreindan einstakling eftir gildistöku laganna, en viðtalið hafði verið tekið fyrir gildistökuna. 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kveður á um að við tilvik eins og þessi falli einnig niður aðrar afleiðingar sem refsinæmi hans samkvæmt eldri lögum leiddi af sér.

Hæstiréttur skýrði ákvæðið á þá leið að þar væri verið að vísa til önnur viðurlög en refsingu, en hins vegar raskaði það ekki bótarétti sem hafði þegar stofnast. Þrátt fyrir að ómerking ummæla á grundvelli almennra hegningarlaga teldist til refsikenndra viðurlaga væri hún í eðli sínu staðfesting á því að óviðurkvæmileg ummæli skyldu verða að engu hafandi. Af þessari ástæðu voru þau ekki jöfnuð við íþyngjandi viðurlaga í þessu samhengi. Ummælin voru því dæmd ómerk en miskabæturnar lækkaðar.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.