Merkimiði - Hrd. 1997:2763 nr. 154/1997 (Sæluhús við Álftavatn)
Eigandi sumarhúss rétt hjá Álftavatni taldi að sumarhúsið teldist til sæluhúsa í skilningi undanþáguákvæðis í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Að mati Hæstaréttar var skilgreining orðabókar á orðinu ‚sæluhús‘ talsvert rýmri en mætti álykta út frá lögunum sjálfum, og því var hún ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsins.