Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1942:153 nr. 10/1942 (Forkaupsréttur sveitarfélags að Urriðakoti)

Í lögum var ákvæði er veitti leiguliðum og hreppsfélögum forkaupsrétt á jarðeignum en síðar voru samþykkt breytingarlög er settu undanþágur frá því þegar kaupandinn var skyldur seljanda með tæmandi töldum hætti, þ.e. barni, kjörbarni, fósturbarni, systkini eða foreldri.

Í þessu máli var kaupandinn barnabarn seljandans og því deilt um hvort forkaupsrétturinn ætti við eða ekki. Með vísan í markmið breytingarlaganna um að forkaupsrétturinn yrði ekki til þess að jarðir gengju úr ættum og að á listanum væru ættingjar er væru fjærri en barnabörn, var hugtakið ‚barn‘ túlkað það rúmt að það ætti einnig við um barnabörn.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.