Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi)

Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Umboðsmaður Alþingis (1)
Alþingi (4)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 173/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Hestamannafélagið Funi - Reiðvegur)[HTML] [PDF]
A krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að heimila Hestamannafélagsinu Funa að gera eignarnám í hluta lands í eigu A og nýta andlag eignarnámsins til lagningar reiðstígs.

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.

Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-184/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 13/2003 dags. 14. mars 2006[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML][PDF]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 131

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 132

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 139

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]