Sjómaður sótti kröfumál gegn eiganda skips til greiðslu vangreiddra launa. Deilt var í málinu um hvort sjómaðurinn teldist skipverji í skilningi lagaákvæðis er kvað á um rétt til kaups til handa skipverja sökum óvinnufærni, þar sem sjómaðurinn hafði einvörðungu verið ráðinn tímabundið.
Hæstiréttur samþykkti kröfuna á þeim forsendum að athugasemdir við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins kvæðu skýrt á um að það ætti jafnt við skipverja sem væru ráðnir ótímabundið sem og tímabundið.