Merkimiði - Hrd. 1988:1381 nr. 22/1987 (Grunnskólakennari - Ráðning stundakennara)
Deilt var um hvort ríkissjóður eða sveitarfélagið bæri ábyrgð á greiðslu launa í kjölfar ólögmætrar uppsagnar stundakennara við grunnskóla. Hæstiréttur leit til breytingar sem gerð var á frumvarpinu við meðferð þess á þingi til marks um það að stundakennarar séu ríkisstarfsmenn. Ríkissjóður hafði þar að auki fengið greidd laun beint frá fjármálaráðuneytinu án milligöngu sveitarfélagsins. Ríkissjóður bar því ábyrgð á greiðslu launa stundakennarans.