Merkimiði - Hrd. 1999:4316 nr. 131/1999 (Hekla hf.)
Hekla krafðist endurgreiðslu vaxta af kröfu vegna ofgreidds virðisaukaskatts og deilt var um í málinu hvort krafan bæri dráttarvexti eða aðra vexti þar sem lög um tekju- og eignaskatt kváðu á um dráttarvexti en ekki lög um virðisaukaskatt. Hæstiréttur taldi að túlka bæri ákvæðið þröngt þar sem víðari túlkun fæli í sér frávik frá þeirri meginreglu kröfuréttar um dráttarvexti við endurheimtu ofgreidds fjár.