Aðili krafðist bóta frá ríkinu á þeim forsendum að eingöngu var aflað dómsúrskurðar vegna símanúmers viðmælanda hans en ekki einnig hans síma. Hæstiréttur vísaði til eðlis símtækja sem tækja til að hringja og taka á móti símtölum til og frá öðrum símum. Bótakröfunni var því hafnað.