Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 60/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Húsfélag við Hverfisgötu - Hverfisgata 68a)

Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Alþingi (1)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-122/2018 dags. 26. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-900/2023 dags. 30. október 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 154

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]