Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2005:1467 nr. 8/2005 (Svipting ökuréttar)

A var svipt ökuréttindum fyrir ölvunarakstur á grundvelli blóðmælingar er sýndi fram á að hún hefði verið yfir mörkunum, og gekkst hún við brotinu, en deilt var um lengd tímabilsins sem sviptingin myndi vara. Við gildistöku breytingarlaga stuttu áður hafði texta lagaákvæðisins verið breytt þannig að samkvæmt skýru orðalagi hans yrði gerð bæði krafa um ákveðið lágmarksmagn af vínanda í blóði sem og ákveðið lágmarksmagn vínanda í lofti.

Hæstiréttur vísaði til þess að þar sem löng dómvenja hefði verið um að önnur hvor þessara mælinga myndi duga og löggjafinn hefði ekki tekið afstöðu í lögskýringargögnum til þeirrar ætlunar að herða sönnunarfærsluna, yrði ekki vikið frá dómvenjunni.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.