Fasteignasala gerði GG, fyrir hönd eigenda lóðarinnar E, kauptilboð í lóð GG. Síðar gerði GG gagntilboð fyrir sína hönd og annarra eigenda lóðarinnar og var það samþykkt. Hins vegar neitaði GG síðan að veita samþykki gagntilboðsins móttöku. Eigendur lóðarinnar stofnuðu síðan einkahlutafélag og afsöluðu lóð sinni til þess. Fyrir dómi var síðan krafist þess að viðurkennt yrði að með samþykkt gagntilboðsins hafi komist á bindandi kaupsamningur.
Hæstiréttur taldi að þar sem umboð hinna lóðareigendanna sem GG sagðist hafa þegar hann gerði gagntilboðið voru ekki skrifleg, uppfyllti það ekki skilyrði laga til þess að það gæti orðið bindandi þar sem það gæti ekki orðið skuldbindandi fyrir sameigendur hans. Umboðsmaðurinn var ekki sérfróður aðili og var því ekki talinn hafa mátt vita af þánýlegri lagabreytingu um að hin nauðsynlegu umboð yrðu að vera skrifleg. Kröfu um skaðabætur var synjað þar sem fulltrúum Landsafls hefði átt að gera sér ljóst að umboð GG hefði ekki verið fullnægjandi.