Merkimiði - Hrd. 2005:315 nr. 306/2004 (Síldarvinnslan hf.)
Síldarvinnslunni var gert að greiða stimpilgjald þegar fyrirtækið óskaði eftir að umskrá þinglýstar fasteignir annars fyrirtækis eftir að samruna fyrirtækjanna beggja. Fór þá hið álagða stimpilgjald eftir eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Í lögunum sem sýslumaður vísaði til voru ákvæðin bundin við tilvik þar sem eigendaskipti eiga sér stað, en ekki væri um slíkt að ræða í tilviki samruna.
Hæstiréttur túlkaði lögin um stimpilgjald með þeim hætti að stimpilskylda laganna ætti ekki við um eigendaskipti vegna samruna fyrirtækja, og því uppfyllti gjaldtakan ekki skilyrði stjórnarskrár um að heimildir stjórnvalda til innheimtu gjalda af þegnum yrðu að vera fortakslausar og ótvíræðar.