M og K bjuggu í tveggja hæða húsi með kjallara. M var þinglýstur eigandi íbúðanna og seldi þriðja aðila íbúðir á báðum hæðunum án samþykkis K, þar á meðal íbúðina sem þau tvö bjuggu í.
K fór í riftunarmál gagnvart þriðja aðilanum til að rifta sölunum á báðum íbúðunum. Hæstiréttur féllst á riftunina fyrir þær báðar, þrátt fyrir að hvorugt þeirra bjuggu í annarri þeirra.
Reifað var að umboðsmaður kaupandans hafi verið kunnugt um að bæði M og K bjuggu í annarri þeirra, og varð sú grandsemi hans til téðrar riftunar. Í síðari hjúskaparlögum skiptir þó grandleysi ekki máli.