Merkimiði - Hrd. 1960:118 nr. 209/1959 (Hjartasjúkdómar)
Arfleifandi gerði erfðaskrá þar sem hann gaf fé til sjóðs innan Landspítalans. Í stjórn sjóðsins átti að sitja læknir Landspítalans en sá læknir vottaði erfðaskrána. Það var ekki talið nægilegt til að hnekkja vottuninni þar sem ekki var talið að læknirinn hefði persónulegra hagsmuna að gæta varðandi erfðaskrána.