Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1961:201 nr. 85/1960 (Stjúpsonur)

Maður hafði gert þrjár erfðaskrár. Fyrst gerði hann sameiginlega erfðaskrá með konu árið 1945 en síðan dó hún. Hann gerði síðan tvær eftir það og var deilt um þær. Í 2. erfðaskránni arfleiddi hann tiltekinn aðila að tilteknum eignum og að stjúpsonur hans fengi restina. Í seinustu tilgreindi hann að tilteknir aðilar fengju tilteknar eignir en ekkert um restina né minnst á erfðaskrá nr. 2. Álitamál hvað átti að gera um restina í ljósi þessa.

Niðurstaðan var að 2. og 3. erfðaskráin voru túlkaðar saman. Vitni voru til staðar um að við gerð 3. erfðaskrárinnar að hann teldi sig hafa gert nóg fyrir stjúpsoninn, en það var samt óljóst. Stjúpsonurinn var því talinn eiga að fá restina þar sem ekki var tekið fram að stjúpsonurinn ætti ekki að fá restina.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.