Hjón áttu jörðina Ásgarð og ráðstöfuðu til tveggja félagasamtaka með kvöðum.
Sveitarfélagið kemur við andlát þeirra og neytir forkaupsréttar sbr. lagaheimild.
Átti að deila út andvirðinu til félagasamtakanna eða ekki? Sökum brostinna forsenda fengu þau hvorki jörðina né fjármunina.
Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.
Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.
Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.