Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell)“.

Systkini eiga stór fyrirtæki, meðal annars Vífilfell. Þau voru misvirk í stjórn en einn bróðirinn er að reka það. Ein systirin fær heilasjúkdóm og fer í margar geislameðferðir. Augljóst var að hún hafði hlotið alvarlegan skaða. Síðan gerði hún erfðaskrá þar sem hún arfleiddi einn bróður sinn að sínum hlut.

Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.

Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.

Hæstiréttur klofnaði og taldi meirihlutinn hana hæfa en minnihlutinn ekki. Hún var talin hafa skilið það nógu vel um hversu mikið virði væri að ræða.

PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.