Undirstöðudómur um að gjöf án kaupmála sé ógild.
Skuldheimtumenn fóru í mál til riftunar á gjafagerningi.
K átti íbúð og hafði átt hana í talsverðan tíma og bjó þar með M.
Íbúðin er svo seld og gerðu þau samning við byggingasamvinnufélag um að byggja nýja íbúð.
Fyrst var gerður samningur við bæði en síðar eingöngu á nafni M.
K varð síðar gjaldþrota og þá verður þessi saga dularfull.
Héraðsdómur taldi að K hefði eingöngu gefið M helminginn en Hæstiréttur taldi hana eiga íbúðina að fullu þrátt fyrir að íbúðin hefði öll verið á nafni M.
Ekki hafði tekist að sanna að M hefði átt hluta í íbúðinni. M varð því að skila því sem hann fékk.