Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel, húsaleiga, tímamark, skipti á milli hjóna)

M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (2)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 2001:2810 nr. 295/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 380/2013 dags. 18. júní 2013 (Vottun fullnægjandi)[HTML] [PDF]