K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.
Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri hægt að gera kröfu um tiltekna útlagningu fyrr en búið væri að fá niðurstöðu um virði og eignarstöðu hverrar eignar.