Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 665/2006 dags. 10. janúar 2007 (Arfur til arfleifanda)

Maður gerði erfðaskrá og hafði ekki skylduerfingja. Hann ráðstafaði til vinar síns tilteknum eignum, sem voru mest af því sem hann átti. Meðal eignanna voru innstæður hans á tiltekinni bankabók. Hann hafði ekki tilgreint að erfðaskráin myndi einnig eiga við um eignir sem hann kynni að eignast í framtíðinni.

Systir hans deyr rétt áður en hann lést og var hann einkaerfingi hennar. Hann fékk leyfi til einkaskipta. Hann dó áður en sá arfur var greiddur. Mesti hluti þess arfs var lagður inn á bankabókina eftir að maðurinn dó.

Lögerfingjarnir fengu þann hluta sem var lagður inn á bankabókina eftir lát mannsins.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.