Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)“.

K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.