M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.
Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.
Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.
Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.
Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.