Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)

Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.