Merkimiði - Hrd. 579/2012 dags. 21. mars 2013 (Húsaleiga eftir nauðungarsölu)
Hjón bjuggu í húsi og lentu í greiðsluvandræðum. Húsið var síðan selt á nauðungaruppboði. Þau fengu að búa áfram í húsinu.
M hafði verið í samskiptum við bankann og gekk frá því samkomulagi.
Bankinn vildi koma þeim út þar sem þau höfðu ekki greitt húsaleiguna.
K hélt því fram að hún væri ekki skuldbundin og því ekki hægt að ganga að henni, en því var hafnað. K bar því sameiginlega ábyrgð með M á greiðslu húsaleigunnar til bankans.