Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)

Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5485/2019 dags. 1. febrúar 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 467/2023 dags. 10. október 2024[HTML]