Merkimiði - Hrd. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.
K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.
Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.