Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 703/2016 dags. 20. júní 2017 (Hluti eignar/öll eign - Klofinn dómur)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 703/2016 dags. 20. júní 2017 (Hluti eignar/öll eign - Klofinn dómur)“.

Deilt um það hvort veðskuldabréfin báru það með sér að öll fasteignin hefði verið sett að veði, ekki eingöngu eignarhluti E. Ekki lá fyrir annað en að K og E hefði átt eignina að jöfnu í óskiptri sameign.

Undirritun K á veðskuldabréfin báru ekki skýrt með sér að hann hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta í fasteigninni og önnur gögn málsins veittu ekki vísbendingu um aðra ætlun K. Í hf. vísaði til venju við undirritun þinglýstra eigenda á veðskjöl en studdi þetta ekki með gögnum og yrði slíkri málsástæðu ekki beitt gegn mótmælum K.

Litið var svo á að þar sem Í hf. væri fjármálastofnun væru gerðar kröfur til þeirra um að skjalagerð og skjalafrágangur sé vandaður þegar um er að ræða mikilvægar ráðstafanir eins og þessar og tryggi skýrar og ótvíræðar sannanir fyrir veðréttindum. Slíkan óskýrleika verði að túlka Í hf. í óhag.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.