Maður var á bar og með glas í hendi. Svo bregður hann sér frá og félagi hann stendur við glasið. Hann bað félaga sinn um að færa sig, sem hinn neitar. Félaginn slær hann og maðurinn slær félagann með glasi. Vátryggingafélagið synjaði um bætur þar sem um er að ræða handalögmál.
Deilt var um hvort undanþága í skilmálum slysatryggingar hefði leitt til þess að vátryggingafélag þyrfti ekki að greiða út bætur vegna tiltekins tjóns sökum atviks sem félagið taldi falla undir handalögmál. Hæstiréttur taldi að um handalögmál hefði verið um að ræða og féll það því undir undantekninguna. Taldi hann jafnframt að aðilum hafði verið heimilt að undanskilja handalögmál í skilmálunum á grundvelli þess að samningsfrelsi aðilanna heimilaði þeim að þrengja gildissvið vátrygginga með þeim hætti sem var gert í þessu tilviki.