Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur)[PDF] Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.
Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílastjóraaldur)[PDF]