Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.
E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.
Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.