Merkimiði - Hrd. 1997:1544 nr. 310/1996 (Veiting kennarastöðu)
Umsækjandi um kennarastöðu átti, á meðan umsóknarferlinu stóð, í forsjárdeilum vegna barna sinna. Þá átti umsækjandi einnig í deilum vegna innheimtu gjalda í hreppnum. Byggt var á nokkrum sjónarmiðum fyrir synjun, meðal annars að viðkomandi hafi ekki greitt tiltekin gjöld til sveitarfélagsins. Hæstiréttur taldi ómálefnalegt að beita því vegna umsóknar hans um kennarastöðu.