Flugstjóra var vikið úr starfi fyrirvaralaust sökum ávirðinga auk annarra atvika er áttu sér stað. Hæstiréttur taldi brottvikninguna hafa verið ólögmæta. Þá hélt Icelandair fram ýmsum öðrum atvikum en rétturinn taldi þau haldlaus í málinu þar sem félagið hefði ekki veitt flugstjóranum áminningu vegna þeirra á sínum tíma.