Mistök leiddu til of hárrar launagreiðslu og þremur árum síðar var krafist endurgreiðslu fyrir því ofgreidda. Hæstiréttur vísaði til þess að meginregla gilti um rétt skuldara til slíkrar endurkröfu sem á væru undantekningar. Í því sambandi nefndi hann að launagreiðandanum hefði átt að vera mistökin ljós, þar sem hann var banki, og var endurkröfunni því synjað.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni